Hjólin eru með bremsubúnaði sem heldur stólnum á sínum stað þegar þú stendur upp og losar um hann þegar þú sest niður.
Þú situr þægilega þar sem hægt er að stilla hæð stólsins.
Samverkandi sætis- og bakhalli fylgir hreyfingum líkamans og aðlagar stólinn í rétta stöðu.
Hönnun baksins veitir líkamanum, hálsinum og höfðinu góðan stuðning.
Netefnið í bakinu hleypir lofti í gegnum sig, sem er einstaklega gott þegar leikurinn dregst á langinn.
Þú getur stillt hæðina á höfuðpúðanum svo þú fáir góðan stuðning við hálsinn þegar þú spilar – og þegar þú slakar á á milli leikja.
Stóllinn veitir handleggjunum góðan stuðning og dregur úr álagi á háls og axlir þar sem hægt er að færa armana upp og niður, fram og aftur og inn á við.
Armarnir eru tengdir stólbakinu og fylgja því með þegar þú hallar þér aftur. Þægilegt þegar þú spilar leiki í símanum.
Neðri hlutinn er bæði stöðugur og veitir góðan hreyfanleika og gott er að hvíla fæturna á honum.
Bak þitt fær þann stuðning sem það þarf því sætisdýptin er stillanleg.
Þú getur stillt bakstuðninginn eftir þínum þörfum.