10 ára ábyrgð. Ábyrgðarskilmála er að finna á vefnum okkar, IKEA.is.
Netefnið í bakinu hleypir lofti í gegn og því er þægilegt að sitja í stólnum til lengri tíma.
Leðrið mun fá á sig fallega áferð með tímanum.
Hátt bak og rúnnuð lögun stólsins veita neðra baki góðan stuðning og þú þreytist síður. Þú situr þægilega, lengur og í góðri stellingu.
Hentar til notkunar í atvinnuskyni.
Stóllinn hentar afar vel til vinnu því hann hefur margar stillingar svo hægt sé að aðlaga hann að líkama hvers og eins.
Samstilltur hallabúnaður gerir það að verkum að stóllinn fylgir bakinu þínu. Stóllinn hallast aftur þegar þú hallar þér og opnar þannig mjaðmir. Þetta bætir blóðflæði og getur aukið orku.
Hægt er að stilla dýpt sætisins til þess að fá góðan bakstuðning og líkamsþyngdin dreifist jafnt á sætið. Þetta leiðir til betra blóðflæðis í fótleggjum og minni þrýstingi á hnén.
Stillanlegur mjóbaksstuðningur gerir þér kleift að sitja í réttri stöðu og hlífa vöðvunum.
Hægt er að stilla hæð sætisins svo þú getir setið í alveg uppréttri stöðu.
Hægt er að stilla hæð og staðsetningu armanna svo þú getir haft handleggi og axlir í réttri stöðu. Það getur minnkað líkurnar á spennu, þreytu og sársauka í hálsi og öxlum.
Læsing á sætishalla gerir þér kleift að stilla hallann og læsa hann í þrem mismunandi stöðum.
Hjólin læsast þegar enginn situr í stólnum og þegar þú stendur upp haldast þau kyrr.
Hjólin hreyfast mjúklega og einfalt er að stýra þeim á ýmsum tegundum undirlags; parketi, gólfteppi eða ójöfnu gólfi.
Sjálfvirkur sætishalli aðlagar sig að hreyfingum þínum og þyngd. Sætisbakið ýtir létt á bakið á þér og hjálpar þér þannig að halda virkri setstöðu.
Þegar þú hallar þér aftur gerir samstillti hallabúnaðurinn þér kleift að hafa fætur á gólfinu og horfa beint fram. Þú teygir úr brjóstkassanum án þess að setja álag á lærin, sem er betra fyrir blóðrásina.
Grann áklæðið er úr gæðaleðri úr hæsta gæðaflokki. Með tímanum verður það mýkra, fær á sig dekkri tón og fallega áferð.