5 ára ábyrgð. Ábyrgðarskilmála er að finna á vefnum okkar, IKEA.is.
Spanhellur eru mjög orkunýtnar, hraðvirkar og nákvæmar þar sem spantæknin beinir orkunni beint í segulmagnað eldunarílátið.
Þú getur aðlagað hitann auðveldlega og nákvæmlega með því að renna fingrinum eftir snertisleðanum eða með því að snerta æskilegt hitastig á skjánum.
Pásustillingin gerir þér kleift að stöðva eldunina tímabundið, ef nauðsyn krefur, og byrja aftur með sama hitastig og áður. Á meðan pásustillingin er virk heldur hellan sjálfkrafa heitu.
Auðvelt að þrífa með því að strjúka af með rökum klút eða svampi, því matarslettur og vökvi brenna ekki á hellunum.
Skynjari sem slekkur sjálfvirkt á hellunni ef það sýður upp úr yfir stjórnborðið.
Þegar það er kveikt á hellunni hitnar hellan um leið og þú setur pott á hana. Þú þarft aðeins að velja orkustillingu.
Gefur þér færi á að nota stærri potta fyrir sérstakar uppskriftir eða tækifæri, þar sem hægt er að tengja tvær hellur saman í eina stóra þegar þörf er á.
Hraðsuðustillingin (P) gefur hellunni aukaorku. Svona hraðvirkur og mikill hiti hentar til að sjóða vatn og snöggsteikja kjöt og grænmeti.
Þú hefur góða stjórn á matreiðslunni því hægt er að tímastilla hverja hellu fyrir sig. Hentar vel til að sjóða egg, hrísgrjón eða pasta.
Þú virkjar barnalæsingu og þrifstillingu með því að halda lásatakkanum inni í þrjár sekúndur. Þannig getur þú þrifið helluborðið án þess að stillingarnar fari úr skorðum.
Allar hellurnar eru sjálfvirkar. Þegar þú ýtir á táknið nær hellan hita sem er tilvalin til að bræða hluti á borð við súkkulaði og smjör.