5 ára ábyrgð. Ábyrgðarskilmála er að finna á vefnum okkar, IKEA.is.
Spanhellur eru mjög orkunýtnar, hraðvirkar og nákvæmar þar sem spantæknin beinir orkunni beint í segulmagnað eldunarílátið.
Þú virkjar barnalæsingu og þrifstillingu með því að halda lásatakkanum inni í fjórar sekúndur. Þannig getur þú þrifið helluborðið án þess að stillingarnar fari úr skorðum.
Auðvelt að þrífa með því að strjúka af með rökum klút eða svampi, því matarslettur og vökvi brenna ekki á hellunum.
Skynjari sem slekkur sjálfvirkt á hellunni ef það sýður upp úr yfir stjórnborðið.
Snertistjórnborðið gerir þér kleift að stjórna hitanum auðveldlega og nákvæmlega með því að snerta + og - táknin.
Plus Power-stillingin eykur hitann á hellunni. Sniðugt þegar þú ert að flýta þér eða ert með stórar pönnur sem hitna hægt.