5 ára ábyrgð. Ábyrgðarskilmála er að finna á vefnum okkar, IKEA.is.
Blásturinn dreifir hitanum fljótt og vel um allan ofninn og gerir þér kleift að elda og baka marga rétti í einu án þess að það hafi áhrif á bragð.
Einstaklega rúmgóður ofn með pláss fyrir fimm grindur sem tryggir að nægt pláss sé fyrir það sem þú vilt elda.
Undir- og yfirhiti til að fá stökka áferð á ofnrétti og hægelda pottrétti.
Þú getur auðveldlega valið bestu grillstillinguna til að elda þunnar kjötsneiðar og grænmeti eða til að brúna gratín og steikur.
Bakstursstilling gerir það sem þú bakar sérstaklega mjúkt og bragðgott.
Ofnhurð með barnalæsingu bætir öryggi í eldhúsinu.
Auðvelt að setja upp í þægilega vinnuhæð, í grunnskáp eða háan skáp.
Auðvelt að þrífa þar sem ryðfría stálið er meðhöndlað með kámvörn.
Þægilegar útdraganlegar brautir auðvelda þér að setja í ofninn og taka úr honum á öruggan hátt.
Auðvelt að velja réttar stillingar með snertiskjá og tökkum.
Brauð- og pizzustilling gera brauðmetið fallega brúnt að utan og pizzubotninn stökkan.
Stilling til að halda heitu gerir þér kleift að halda matvælunum heitum án þess að þau ofeldist og brenni.
Með innbyggðum kjöthitamæli með hitaskynjara er hægt að elda allar tegundir af kjöti fullkomlega án þess að þurfa að fylgjast með elduninni.
Sjálfhreinsistillingin auðveldar þér að hreinsa ofninn þar sem fita og óhreinindi brenna til ösku sem auðvelt er að sópa í burtu.
Hraðhitun hitar ofninn fljótt.