10 ára ábyrgð. Ábyrgðarskilmála er að finna á vefnum okkar, IKEA.is.
Hvítar hurðir og skúffuframhliðar færa rýminu ferskt og bjart yfirbragð og allir litir regnbogans passa með! Fallegt og sígilt.
Bættu við ENHET snögum til að hengja upp handklæði og SKATTÅN ílátum fyrir meira hirslupláss. Selt sér.
Borðplatan hentar vel í rými þar sem raki eða bleyta safnast fyrir og er þess vegna sniðug fyrir þvottaaðstöðu inni á baðherberginu.
Hentug samsetning sem býður upp á vinnuaðstöðu með hirsluplássi að neðan og lokuðum hirslum að ofan sem þú getur notað fyrir hluti sem þú vilt ekki að sjáist í.