Stillanlegir fætur til að auka stöðugleika, jafnvel á ójöfnu gólfi.
Lamirnar eru með innbyggðum dempurum sem hægja á hurðinni og loka henni bæði hljóðlega og mjúklega.
10 ára ábyrgð. Ábyrgðarskilmála er að finna á vefnum okkar, IKEA.is.
Það er auðvelt að aðlaga PAX/KOMPLEMENT samsetninguna að þínum þörfum og smekk.
Þú getur auðveldlega fullkomnað samsetninguna þína með lýsingu í PAX teikniforritinu. Þegar þú hefur valið réttu ljósin bætir teikniforritið aukahlutunum sem þú þarft við.
Vírkarfan hleypur að lofti og er fullkomin fyrir útiföt eins og húfur og vettlinga á svalari dögum.
Vissir þú að það er auðvelt að færa til innvolsið eftir smekk og þörfum? Litlar breytingar sem bæta fatahirsluna svo hún passi fötunum þínum frekar en á hinn veginn.
Skoðaðu þessa lausn í PAX teikniforritinu og aðlagaðu hana að þínum þörfum. Önnur skúffa? Færri? Vantar skáp eða öðruvísi hurð? Enginn vandi.
FYRUDDEN hurðin er glæsileg með skemmtilegri áferð sem ber vott um gæði.
Hún er hönnuð til að passa vel með RÅDMANSÖ línunni og auðveldar þér að skapa fallegt heildarútlit í svefnherberginu.
Djúpblái liturinn er sá sami og er á bakhliðum og skúffuinnvolsi í RÅDMANSÖ línunni.