TIGERFINK
Hirsla,
túrkís

2.490,-

Magn: - +
TIGERFINK
TIGERFINK

TIGERFINK

2.490,-
Vefverslun: Til á lager
Eru leikföng og mjúkdýr út um allt? Hér ert þú með rúmgóða hirslu sem rúmar talsvert af leikföngum og auðveldar barninu að taka til eftir sig – og finna uppáhaldsleikföngin aftur.
TIGERFINK hirsla

Skemmtilegri hirsla

Með TIGERFINK vildum við gera sniðuga og einfalda hirslu þar sem hægt væri að geyma mjúkdýr og leikföng. Þar getur barnið fundið uppáhaldsleikfangið sitt fljótt og vel – og komið öllu fyrir á sínum stað þegar það kemur að háttatíma. En TIGERFINK er í raun meira en bara hirsla.

Hirsla. Lítið orð sem þýðir margt á flestum heimilum – og okkur í Barna IKEA. „VIð erum með margar góðar hirslulausnir í vöruúrvalinu,“ segir hönnuðurinn Johanna Jelinek. „En við sáum þörf á einhverri léttari og sveigjanlegri.“

Hirsla sem færist með leiknum

Johanna og teymið hennar höfðu í huga að notast við textíl alveg frá upphafi. „Við vildum hverfa frá algengustu hirslulausnunum eins og hörðum kössum og skapa eitthvað sem væri auðvelt að færa á milli rýma. Netefnið er mjúkt og notalegt og þú getur tekið það af til að þvo.“ Kringlóttu götin á hliðunum auðvelda barninu að ná í uppáhaldsleikfangið. En er þú setur TIGERFINK út í horn og snýrð heilu hliðunum út getur þú varla séð hvað er þar. „Ég tel að margir foreldrar séu sammála því að það sé gott að þurfa ekki alltaf að sjá leikföngin.“

Rúm fyrir mjúka vini

Þegar TIGERFINK hafði staðist öryggispróf bauð hönnunarteymið hópi af börnum í Barnarannsóknarstofuna til að tryggja að hún virkaði eins og til var ætlast. „Börn eru svo frábær; þau byrjuðu strax að setja leikföng í TIGERFINK, taka þau út aftur og leika sér með þau á flötum toppinum. Alveg eins og við höfðum vonast til.“ En þau komu einnig með nýjar hugmyndir sem Johanna og teyminu hafði ekki dottið í hug. „Einn drengurinn notaði hirsluna sem þrefalda koju fyrir mjúkdýr. Enn ein leið til að nota TIGERFINK.“

Sjá meira Sjá minna

Eiginleikar

Skemmtilegri hirsla

TIGERFINK er sniðug og einföld hirsla sem getur geymt mjúkdýr og önnur leikföng og það er auðvelt að færa hana til. Barnið getur því fundið uppáhaldsleikfangið sitt fljótt og vel – og komið öllu fyrir á sínum stað þegar það kemur að háttatíma. En TIGERFINK er í raun meira en bara hirsla. Við buðum börnum að prófa hirsluna og þau gerðu hana að hluta af leiknum – og notuðu hana sem koju fyrir mjúkdýrin.

Hugleiðingar hönnuða

Johanna Jelinek, hönnuður

„Hugmyndin var sú að gera sniðuga og einfalda hirslu sem getur geymt mjúkdýr og önnur leikföng og auðvelt er að færa til. Það er því lítið mál að finna uppáhaldsleikfangið – og koma öllu fyrir á sinn stað þegar það kemur að háttatíma. En TIGERFINK er í raun meira en bara hirsla. Þegar við buðum börnum að prófa hirsluna gerðu þau hana að hluta af leiknum – og notuðu hana sem koju fyrir mjúkdýrin.“

Form/Hönnunarferli

Hannað í samráði við börn

Börn eru mikilvægasta fólkið í heiminum og við eru forvitin að heyra hvað þau hafa að segja þar sem við gerum vörur fyrir þau! Þess vegna bjóðum við börnum upp á skapandi og fjörugar vinnustofur þar sem þau fá að taka þátt í vöruþróuninni. Þar geta þau tjáð sig um vörurnar, teiknað og sýnt okkur eða sagt hvað er þeim mikilvægt. Skoðanir barnanna skipta máli og hjálpa okkur að gera vörurnar betri. Þau eru náttúrulega sérfræðingarnir!


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X