Hentar til notkunar í litlu rými eins og í veggskáp, bókahillu og fataskáp þar sem LED ljósið gefur frá sér lítinn hita.
LED lýsing notar allt að 85% minna af orku og endist um 20 sinnum lengur en hefðbundin glópera.
Lýsir upp innihald skápanna og skapar þægilega lýsingu undir hillu.
Hægt að festa á viðarhillu eða hillur úr málmi og gleri.
Þú slekkur og kveikir ljósið með því að ýta á lampann.
Það er einfalt að taka gúmmíið af, þvo með vatni og festa síðan aftur.
Auðvelt að festa með gelpúðanum sem fylgir með. Hægt er að nota hann aftur og aftur.
Snúrufestingar, spennubreytir og tappar fyrir borholur fylgja með.