Bananatrefjar hafa náttúruleg litbrigði sem gera hverja körfu einstaka.
Karfan er gerð úr snúnum trefjum úr þeim hluta bananaplantna sem er fjarlægður til að gera pláss fyrir nýjar spírur þegar ávöxturinn er tíndur.
Liturinn á trefjunum fer eftir bananategundinni og einnig loftslaginu þar sem plantan vex.
Handofin af færu handverksfólki og því er hver karfa einstök.
Efniviðurinn færir náttúruna inn á heimilið og veitir hlýlega og róandi tilfinningu.
Fáðu náttúruna með þér í lið þegar þú vilt hafa eitthvað við höndina, en samt ekki í allra augsýn.
Körfur í mismunandi stærðum gera þér kleift að skipuleggja og geyma eftirlætissmáhlutina þína.
Hjálpar þér að skipuleggja hlutina þína svo þú getir hámarkað plássið sem þú hefur.