Sniðugu vörurnar í ÄLGANÄS línunni eru léttar með áberandi og skemmtilegu formi.
Meira pláss fyrir hlutina þína. Góð hirsla í smærri rými, til dæmis litla forstofu.
Hægt er að hafa hillurnar beinar eða á ská. Með því að halla þeim komast stærri skór fyrir.
Ef hillurnar eru hafðar á ská þarf litla brúnin að snúa upp til að skórnir renni ekki af. Ef þú hefur hillurnar beinar ræður þú hvort brúnin snúi upp eða niður.
Úr duftlökkuðu stáli sem er einfalt í umhirðu og endist vel. Hentar vel undir skó.
Svart duftlakkað yfirborðið hefur örlítinn gljáa sem undirstrikar skemmtilega lögun standsins.
Einfalt að færa til og hentar í flest rými, til dæmis í forstofuna, opna fataskápa eða vandræðahornið á bak við hurð.
Lítil brún kemur í veg fyrir að skór eða hirslukassar renni af hillunni.
Veggfestingarnar eru faldar inni í stönginni og undir skóhillunni og færa hirslunni snyrtilegt og mínimalískt útlit.