Liturinn helst lengur þar sem efnið upplitast ekki.
Vatnsþolin hirsla ver útisessurnar og -púðana fyrir regni, sól, óhreinindum, ryki og frjókornum og gerir þér kleift að halda skipulagi á þeim þegar þau eru ekki í notkun.
Verndaðu útisessurnar og púðana í vatnsþolinni hirslu. Einföld og skilvirk leið til að halda þeim nýlegum og ferskum lengur.
VÄTTERSÖ hirslan hefur tvö loftop svo innihaldið nái að þorna.
VÄTTERSÖ hirslan er létt og er með hentug handföng á hliðunum, sem auðvelda það að færa hana til.