Ver yfirborð borðplötunnar og dregur úr hávaða frá diskum og hnífapörum.
IKEA vinnur með félagslegum fyrirtækjum víðs vegar um heim til þess að hanna einstakar vörur og skapa störf fyrir fólk sem þarf mest á því að halda.
Þessi vara er framleidd af Classical í Bangladesh – félagslegu fyrirtæki sem skapar störf og stöðuga innkomu fyrir konur á dreifbýlum svæðum með framleiðslu á vörum úr júta.
Ólitað handofið júta hefur hrátt útlit og náttúrulega áferð.
Svarthvítu rendurnar á kantinum eru handsaumaðar með bómullarþræði.