9.950,-
7.950,-
Afsakið!
Það er ekki nóg til á lager fyrir pöntunina þína.
FÖRNUFTIG
Í stórum borgum getur mengun stundum sést með berum augum. En vissir þú að loftið heima hjá okkur er líka mengað af ryki, frjókornum, matargufum og gasefnum sem geta verið heilsuspillandi? Það er gott að lofta út og þrífa reglulega, en það er ekki endilega nóg. Lofthreinsitæki síar burt agnir og mengunarefni á borð við formaldehýð á meðan þú hugsar um aðra hluti.
David Wahl er vöruhönnuður hjá IKEA. Hann flutti fyrir einhverjum árum og varð meðvitaðri um hvað loftið innandyra skiptir miklu máli fyrir heilsu okkar. „Á öllum heimilum eru agnir og gasefni í einhverju formi. Nú til dags verjum við miklum tíma innandyra og þessar agnir geta meðal annars orðið til þess að við fáum ofnæmisviðbrögð og sofum illa.“
David átti erfitt með að finna falleg lofthreinsitæki á viðráðanlegu verði og bjó til sitt eigið. „Það kom vel út en var ekki alveg það skilvirkasta.“ Frumraun hans var þó góð reynsla þegar hann svo gekk til liðs við hönnunarteymi FÖRNUFTIG lofthreinsitækisins. Vinnan snerist mikið um að gera tækið einfalt án þess að fóra gæðum og orkunýtingu. „Hönnunarvinna í IKEA er alltaf líka frá sjónarhorni innanhúshönnunar og við viljum að FÖRNUFTIG passi inn á öll heimili. Þess vegna er hægt að hengja það upp, hafa það á gólfinu og flytja það milli herbergja með handfanginu.“
FÖRNUFTIG er ólíkt lofthreinsitækinu sem David gerði heima hjá sér. Þegar einstaklingar með fjölbreytt sérsvið koma saman í teymi er auðveldara að hanna gott lofthreinsitæki í miklum gæðum sem getur veitt fleira fólki hreint loft. „Loftmengun er alvarlegt vandamál og við viljum koma með lausn sem hjálpar fólki að anda að sér hreinna lofti heima hjá sér.“
Vöru bætt við óskalistinn þinn
Vara fjarlægð frá óskalistinn þinn
Þú getur hengt lofthreinsitækið á vegg eða komið því fyrir á gólfi á meðfylgjandi standi. FÖRNUFTIG lofthreinsitækið má hengja upp lárétt og lóðrétt eftir þínu höfði.
Handfangið auðveldar þér að færa lofthreinsitækið á milli staða eftir þörfum. Hægt er að taka handfangið af ef tækið er fest á vegg.
Vörunúmer 504.619.37
1 pakkning(ar) alls
Þrífðu með rökum klút. Passaðu upp á að þurrka vel með mjúkum klút eftir þrif.
Lofthreinsitækið kemur með agnasíu til að hreinsa loftið af ýmsum óhreinindum eins vel og kostur er. Þú getur einnig keypt gassíu og notað báðar síurnar saman.
Agnasía er innifalin. Gassía er seld sér.
Hreinsar loftið á allt að 8-10 fermetrum, eftir því á hvaða hraða lofthreinsitækið er stillt á.
Agnasían á að ná að hreinsa burt um 99,5% af smærri loftbornum ögnum eins og PM2,5 agnir, ryk og frjókorn.
PM2,5 eru loftagnir sem hægt er að anda að sér, stærð 0,1-2,5 míkrómetrar.
Gassían (seld sér) hreinsar loftið af ýmsum loftkenndum mengunarefnum eins og formaldehýð, sem má finna í ýmsum hreinsivörum, vefnaði og efnum sem finna má á heimilinu.
Gassían hjálpar til að draga úr lykt, eins og reykjarlykt og matarlykt.
Þú getur stillt lofthreinsitækið á þrjár mismunandi hraðastillingar og þannig aðlagað það að þörfum heimilisins.
Stilltu lofthreinistækið á næturstillingu, hægasta stillingin sem heyrist lítið í, svo þú getir sofið vel á meðan tækið er í gangi.
Lofthreinsitækið er stílhreint, létt og lítið – og hentar því hvar sem er á heimilinu.
Hentugt snúruskipulag að aftan kemur í veg fyrir að rafmagnssnúran flækist fyrir.
Handfangið á hægri hliðinni auðveldar þér að losa forsíuna til að hreinsa hana, eða skipta henni út fyrir agnasíu og/eða gassíu.
Staðsettu lofthreinsitækið þar sem ekkert hindrar loftflæði.
Hentar víða á heimilinu, jafnvel í minnstu barnaherbergi.
Athugaðu reglulega hvort sían sé óhrein. Það kviknar á LED-viðvörunarljósi þegar þú þarft að athuga síurnar og hugsanlega skipta þeim út. Mælt er með að síunni sé skipt út innan sex mánaða.
Lofthreinsivirkni (CADR) á hæsta/lægsta hraða: 120/25 m³/klst. (bæði með agnasíu og gassíu).
Hljóðstyrkur á hæsta/lægsta styrk: 60/28 dB (bæði með agnasíu og gassíu).
Hámarksrafafl: 14 W (bæði með agnasíu og gassíu).
Nettóþyngd: 3,05 kg (bæði með agnasíu og gassíu).
Agnasían er prófuð samkvæmt EN 1822-1 og ISO 29463-3 sem samsvarar flokki EPA12.
Ekki ætlað börnum nema undir eftirliti fullorðinna.
Lengd: | 56 cm |
Breidd: | 36 cm |
Hæð: | 13 cm |
Heildarþyngd: | 3,53 kg |
Nettóþyngd: | 2,78 kg |
Rúmmál hvers pakka: | 25,0 l |
Aðeins nýjasta útgáfa skjalanna er í boði fyrir niðurhal. Það þýðir að það gæti verið eitthvað öðruvísi í skjalinu sem þú hleður niður og útgáfunni sem fygldi vörunni.
Vörunúmer 504.619.37
Vörunúmer | 504.619.37 |
Vörunúmer 504.619.37
Dýpt: | 11 cm |
Hæð: | 45 cm |
Breidd: | 31 cm |
Vörunúmer: | 504.619.37 |
Pakkningar: | 1 |
Lengd: | 56 cm |
Breidd: | 36 cm |
Hæð: | 13 cm |
Heildarþyngd: | 3,53 kg |
Nettóþyngd: | 2,78 kg |
Rúmmál hvers pakka: | 25,0 l |
Finndu vöruna í versluninni
1 pakkning(ar) alls