HEMNES rúmgrindin er með klassískum höfðagafli með rimlum og fulningafótagafli, glæsileg hönnun sem lítur vel út frá öllum sjónarhornum.
Bættu við HEMNES rúmfatahirslum til að nýta plássið undir rúminu.
HEMNES náttborðið er hentugur staður fyrir bókina þína og gleraugun þegar kominn er tími til að slökkva ljósin. Handhæg skúffan rennur mjúklega og hillan hentar vel undir tímarit.
HEMNES kommóða með átta skúffum er hefðbundin í útliti, sterkbyggð og með klassískum málmhnúðum. Skúffurnar renna mjúklega, eru í þremur mismunandi stærðum og henta vel fyrir stærri og minni flíkur.