10 ára ábyrgð. Ábyrgðarskilmála er að finna á vefnum okkar, IKEA.is.
Það er auðvelt að halda áklæðinu hreinu þar sem hægt er að taka það af og þvo í vél.
Þú umbreytir stofunni þinni í svefnherbergi eða gestaherbergi með VRETSTORP svefnsófa, og svo aftur í stofu eftir góðan nætursvefn.
Breytist í þægilegt og stórt rúm þegar þú fjarlægir bakpúðana og dregur út grindina.
Yfirborðið er jafnt þar sem sætið er heil eining.
Þú getur valið úr mismunandi áklæðum og fundið það sem er þér að skapi.
VRETSTORP svefnsófinn er hannaður til að passa við EKTORP sófa.
Innbyggð hirsla með þægilegu aðgengi og plássi fyrir bæði rúmföt og náttföt.
Kilanda áklæðið er úr að minnsta kosti 90% endurunnu pólýester með mjúkri tvítóna áferð.