Saga
Við vildum draga fram helstu kosti hörs með DYTÅG línunni. Því lærðum við allt um trefjalengd, mismunandi vefnaðartækni og hvernig best væri að þvo efnið. Útkoman er rúmfatalína sem er mjúk og notaleg viðkomu frá fyrstu stundu, hvort sem þú leggst á lakið, hvílir höfuðið á koddann eða dregur yfir þig sængina.
Hör er frábært efni. Sérstaklega til að hafa upp við líkamann. „Hör hefur þann eiginleika að draga í sig raka, hann er svalur þegar þér er heitt og hlýjar þér þegar þér er kalt,“ útskýrir Elias Karlsson, sérfræðingur í textíl og hluti af hönnunarteymi DYTÅG. „Að auki verður hör mýkri og fallegri í hvert skipti sem þú þværð hann og notar.“
Mýkri með hverjum degi
Við höfum lengi selt rúmföt úr hör. Þegar við fréttum af eftirspurn eftir mýkri rúmfötum rannsökuðum við hörefnið og ýmsa þætti þess. Lengd trefjanna hefur mikið að segja um mýktina og þess vegna völdum við lengri trefjar fyrir meiri gæði. Elias og teymið hans prófuðu einnig mismunandi vefnaðartækni og þráðafjölda til að fá réttu áferðina. „Síðan þvoðum við sýnishornin til að gera þau mýkri og með því að láta þau hlaupa örlítið í þvotti fengum við þéttara efni“.
Rúmið kallar á þig
Hör er úr trefjum hörplöntunnar og er eitt af harðgerðustu textílefnunum sem til eru. Ræktun plantnanna þarfnast mun minna vatns en annarra plantna og þar sem öll hörplantan er notuð er lítil sóun. „Þegar þú ferð að skoða náttúrulegt efni svona vel eins og við gerðum öðlast þú mikla virðingu fyrir því. Trefjarnar hafa sjálfstæðan vilja og við þurfum að aðlaga okkur að þeim til að fá þau gæði sem við viljum,“ segir Elias og bætir við; „Ég vona að öll sem sjái DYTÅG hugsi: Ég vil sofa með þetta.“