7.450,-
Afsakið!
Það er ekki nóg til á lager fyrir pöntunina þína.
BJÖRKSTA
Fæst í mismunandi stærðum.
Hægt að setja upp lárétt eða lóðrétt, eftir því hvernig plássið er.
Mynd og rammi eru seld í sitt hvoru lagi, veldu þitt eftirlæti.
Sífellt fleiri flytja í lítil rými í þéttbýli og algengasti fararskjótinn eru almenningssamgöngur eða reiðhjól. En það skiptir ekki máli hvar fólk býr, áhuginn á persónulegri list og skreytingu heimilisins er alltaf jafn mikil. Þess vegna þróuðum við BJÖRKSTA myndarammann sem kemur ósamsettur – svo það sé auðveldara fyrir alla að skreyta með listaverkum.
Listaverk og myndir hafa þann eiginleika að vekja tilfinningar og hugarástand hjá okkur. Ákveðnar myndir skapa ró og samhljóm á meðan aðrar kveikja á ímyndunaraflinu og dagdraumunum. Anna Ohlin vinnur við samskipti og miðlun hjá IKEA. Hún hefur orðið var við auknum áhuga á persónulegri skreytingu, alls staðar í heiminum, og trúir því að það sé hægt að nýta veggpláss á heimilum enn betur. „Ef þú býrð í 25 fm íbúð þá ertu auðvitað með takmarkað pláss, og því er hægt að nýta veggina til að auka persónulegu áhrifin,“ segir Anna. „Kannski getur tveggja metra há mynd af náttúrunni hjálpað þér að slaka á og líða vel þegar þú kemur heim eftir langan vinnudag.“
Í verslunum okkar má finna breitt vöruúrval af römmum og myndum, í mismunandi stærðum. En hvernig er hægt að taka nýja mynd heim í strætó eða á hjólinu, þegar myndin er 200×140 cm? Og hvernig er hægt að troða svona stórri mynd í litla lyftu til að koma henni upp í íbúðina, sem er á 10. hæð? Þá er ekki nóg að pakkningin sé flöt, hún þarf líka að vera lítil. „Það er svolítið skrýtið að við seljum flestar okkar vörur ósamsettar, til að þær taki eins lítið pláss og mögulegt er, en af einhverjum ástæðum hafa rammar alltaf verið seldir samsettir.“ Það var þessi athugasemd sem kveikti á vinnufélögum Önnu sem byrjuðu að þróa BJÖRKSTA ósamsettu myndarammana. Markmiðið var að gera ramma sem auðvelt er að bera heim. Þegar hönnuðirnir fóru að hugsa út fyrir kassann þá komust þeir að því að besta lausnin var aukinn sveigjanleiki; það má strengja strigann annað hvort utan um rammann eða innan hans.
Frelsi til að velja voru einkunnarorð þeirra sem þróuðu BJÖRKSTA. Ramminn var þróaður í mismunandi litum og stærðum, sem eru fullkomnuð með úrvali af myndum á striga (já, þegar striginn er upprúllaður er líka auðvelt að bera hann heim, undir hendinni). „Fyrir marga er heimilið síbreytilegt eilífðarverkefni og þess vegna vildum við gera það auðvelt að skipta um striga,“ útskýrir Anna. Þannig að næst þegar þú ætlar að fjárfesta í list, þá þarftu aðeins að kaupa far í strætó eða fara á hjólinu. Hvaða mynd gerir rétta stemningu á veggnum hjá þér: Gróskumikill hitabeltisskógur eða svart/hvítur þéttbýlisskógur? „Eða jafnvel fallegur textíll strengdur yfir rammann?“ spyr Anna.
Mynd er alltaf mynd, en hvernig hún er hengd upp hefur áhrif á ásýndina. Það sem er svo frábært við BJÖRKSTA er að þú hefur tvo möguleika. Hengdu myndina upp með rammann sýnilegan umhverfis hana eða feldu hann á bak við myndina, þitt er valið.
Með BJÖRKSTA mynd getur þú skapað andrúmsloft í rýminu sem endurspeglar persónuleika þinn. Veldu stærð og lit sem hentar þér. Þú getur haft rammann sýnilegan umhverfis myndina eða strengt strigann utan á hann eftir því hvort útlitið hæfir betur. Ef þú vilt breyta til þá getur þú auðveldlega skipt um mynd eða sett textíl í rammann.
Ferðast þú með strætó eða er bíllinn fullur af börnum? Ekkert mál! Þó BJÖRKSTA myndin sé stór er auðvelt að taka hana með. Ramminn er ósamsettur í flatri pakkningu og striginn upprúllaður.
Vöru bætt við óskalistinn þinn
Vara fjarlægð frá óskalistinn þinn
Fæst í mismunandi stærðum.
Hægt að setja upp lárétt eða lóðrétt, eftir því hvernig plássið er.
Mynd og rammi eru seld í sitt hvoru lagi, veldu þitt eftirlæti.
Vörunúmer 303.267.66
1 pakkning(ar) alls
Þurrkaðu af með klút.
BJÖRKSTA rammann má einungis nota með BJÖRKSTA striga eða vefnaði í sömu stærð, selt sér.
Veggir eru mismunandi og þurfa mismunandi skrúfur og festingar. Notaðu skrúfur og aðrar festingar sem henta veggjum heimilisins. Þær eru seldar sér.
Lengd: | 142 cm |
Breidd: | 7 cm |
Hæð: | 6 cm |
Heildarþyngd: | 1,95 kg |
Nettóþyngd: | 1,73 kg |
Rúmmál hvers pakka: | 5,5 l |
Aðeins nýjasta útgáfa skjalanna er í boði fyrir niðurhal. Það þýðir að það gæti verið eitthvað öðruvísi í skjalinu sem þú hleður niður og útgáfunni sem fygldi vörunni.
Vörunúmer 303.267.66
Vörunúmer | 303.267.66 |
Vörunúmer 303.267.66
Breidd myndar: | 140 cm |
Hæð myndar: | 100 cm |
Vörunúmer: | 303.267.66 |
Pakkningar: | 1 |
Lengd: | 142 cm |
Breidd: | 7 cm |
Hæð: | 6 cm |
Heildarþyngd: | 1,95 kg |
Nettóþyngd: | 1,73 kg |
Rúmmál hvers pakka: | 5,5 l |
Finndu vöruna í versluninni
1 pakkning(ar) alls