Nýtt
LYCKAN
Stóll,
gult/birkispónn

16.950,-

Magn: - +
LYCKAN
LYCKAN

LYCKAN

16.950,-
Vefverslun: Til á lager
Fegraðu borstofuna með glæsilegum stólum úr birkilímtré sem eru einnig þægilegir og fyrirferðalitlir. Veldu áferð og njóttu þess að sitja til borðs í fallegum stól.
LYCKAN stóll

Áberandi, skemmtilegur og þægilegur að sitja á. Þetta er stutt lýsing á LYCKAN stólnum. En í raun snýst þetta um að skapa eitthvað alveg nýtt úr klassískum formpressuðum við – og að finna gleðina í stól.

Er mögulegt að gera sveigjanlegan stól úr við? Það var spurning sem hönnunarteymið á bak við LYCKAN átti eftir að svara. „Við völdum að vinna með samlímdan viðarspón þar sem hægt er að sveigja hann til. Það er flókin og sérhæfð tækni á bak við það sem á sér langa sögu í Skandinavíu. En þegar þetta er gert rétt getur árangurinn orðið frábær,“ segir Sergiu Zugrav sem var í þróunarteyminu.

Besta setstaðan

Við prófuðum misþykkan viðarspón til að finna út rétta styrkinn og bestu sveigjuna í sætinu.“ Teymið vann einnig að því að finna réttan sætishalla því að þrátt fyrir að efniviðurinn sé harður þá eru þægindi lykilatriði. Stóllinn er með rúmgóðri sessu og mjúku ávölu baki sem heldur utan um þig þegar þú hallar þér aftur. Sergiu útskýrir að besta setstaðan sé sú sem auðvelt sé að aðlaga. „Líkaminn vill halda blóðrásinni í gangi og þegar við sitjum hreyfum við okkur í raun alveg heilmikið. Notalegur sveigjanleikinn í LYCKAN leiðir til örsmárra hreyfinga sem veita mikil þægindi.“

Að finna gleðina í stól

Verkefnið að búa til stól úr samlímdum viðarspón á nýjan hátt hafði líka í för með sér nýtt form og nýja framsetningu. Með sveigðri lögun sinni fær LYCKAN stóllinn sinn eigin karakter og stíl sem skipti teymið miklu máli á meðan á verkinu stóð.. „Okkur þótti öllum gaman að vinna að þessum stól eftir Henrik Preutz. Þetta er skemmtileg hönnun sem kemur til með að gleðja marga að mínu mati.“

Sjá meira Sjá minna

Hugleiðingar hönnuða

Henrik Preutz, hönnuður

„Ég er hrifinn af einföldum formum en vil líka að hönnunin mín hafi karakter. LYCKAN stóllinn er hugsaður sem stóll við matarborð sem lætur þér líða vel. Góður félagi alla daga, viðkunnalegur í útliti og gott að sitja á honum. Ávalar línur, bak sem styður vel við þig og sæti sem gefur ögn undan. Vonandi myndar þú gott samband við stólinn sem getur fylgt þér í gegnum ótal matarboð og góðar stundir.“


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X