Taka lítið pláss í geymslunni þar sem það er hægt að fella bæði borðið og stólinn saman.
Úr endingargóðum og endurvinnanlegum akasíuvið af sjálfbærari uppruna.
Raðaðu húsgögnunum í ASKHOLMEN línunni saman eins og þér hentar og skapaðu samræmt útisvæði þar sem þú getur borðað, slakað á og eytt tíma með fjölskyldu og vinum.
Bættu við sessu til að gera stólinn enn þægilegri.
Til að lengja endingartímann og til að þú getir notið náttúrulegrar fegurðar viðarins hefur varan verið formeðhöndluð með gegnsæju viðarbæsi.