Efnið veitir góða vernd gegn útfjólubláum geislum þar sem það er með UPF (Ultraviolet Protection Factor) gildið 25+, sem þýðir að það stöðvar 96% af útfjólublárri geislun sólarinnar.
Hægt er að nota garðskálann á ýmsa vegu – frístandandi, upp við húsvegg, yfir útidyrahurðinni eða raða tveimur saman fyrir meira pláss, allt eftir þínum þörfum.
Grindin er úr endingargóðu dufthúðuðu stáli og er því viðhaldsfrí og auðveld í umhirðu.
Endingargott efnið í tjaldinu upplitast ekki og því helst liturinn lengur.
Tjaldið má þvo og það er auðvelt að taka það af grindinni þar sem það er fest með frönskum rennilás.
Efnið er úr að minnsta kosti 90% endurunnu pólýester – endingargott efni sem er prófað, samþykkt og án allra skaðlegra efna.