DYTÅG
Gardínur, 2 í pakka,
145x250 cm, grágrænt

11.990,-

DYTÅG
DYTÅG

DYTÅG

11.990,-
Vefverslun: Uppselt
Hör er alltaf flott – hvort sem þú vilt afslappaðan eða fágaðan stíl. Þessar grágrænu gardínur dempa dagsbirtuna og skapa næði. Gardínuborðinn hentar á stöng eða braut.
DYTÅG gardínur, 2 í pakka

Gardínur sem hanga fallega

DYTÅG gardínur úr hör sinna nokkrum mikilvægum verkefnum. Þær dempa dagsbirtuna, hindra að fólk sjái inn og gera herbergið notalegt. Til þess að láta hörefnið líta svona vel út notum við ... loft.

Hör hefur verið notaður í þúsundir ára og er enn jafnvinsælt efni. Alexander van der Spree, vöruhönnuður hjá okkur, er mikill aðdáandi. „Ég elska hör. Efnið er einfalt í umhirðu, endingargott og verður fallegra og mýkra með hverjum þvotti.“

Heitt loft í stað vatns

Þegar hörefnið er nýtt getur það verið ögn stíft og mýkist svo með nokkrum þvottum, sem þarf til þess að gardínurnar hangi fallega. „Vörur úr hör eru oft þvegnar í framleiðsluferlinu svo þær verði mýkri. Við fundum aðferð sem kemur í stað þess að þvo þær með vatni – við sprautum heitu lofti á gardínuna til þess að mýkja hana,“ segir Alexander. Þetta þýðir að þegar þú kaupir gardínurnar eru þær nú þegar mjúkar og hanga fallega, og við notum minna af vatni og eiturefnum. Svo þegar þú þværð gardínurnar næs verða þær bara enn fallegri. Ef þú vilt afslappað útlit getur þú hengt þær strax upp eftir þvott án þess að strauja náttúrulegu krumpurnar.

Þægileg birta og notalegt andrúmsloft

DYTÅG gardínurnar fást í nokkrum litum og passa inn í flest rými. Alexander útskýrir hvernig gardínurnar gera birtuna mismunandi eftir lit. „Þræðirnir í efninu eru óreglulegir og hleypa því birtunni skemmtilega í gegn. Birtan verður þægileg og hlýleg. Gardínurnar gefa rýminu náttúrulegt og notalegt yfirbragð.“

Sjá meira Sjá minna

Efni

Hvað er hör?

Við mannfólkið uppgötvuðum hvernig hægt er að vinna trefjarnar í stöngli hörplöntunnar og spinna þær og vefa í endingargott hörefni fyrir þúsundum ára. Enn í dag er hörnum hampað fyrir eiginleika sína. Hann er til dæmis einstaklega rakadrægur sem hentar vel í diskaþurrkur. Mjúkt yfirborð hörtrefjanna gefur rúmfatnaðinum notalegt og svalandi yfirbragð en það má einnig blanda hör með bómull til að fá örlítið mýkri áferð.

Eiginleikar

Saumaðu án þess að nota nál og tvinna

Með SY faldborðanum sem hægt er að straujað á getur hver sem er „saumað" gluggatjöld. Það eina sem þú þarft að gera er að klippa efnið í rétta stærð, falda brúnina, leggja borðann á réttan stað og festa með því að strauja yfir hann.


Bæta við vörum

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X