Þú þarft ekki að skipta út festingum eða bora ný göt þótt þú skiptir um rúllugardínur. Meðfylgjandi vegg- og loftfestingar passa fyrir HOPPVALS og TRIPPEVALS plíseraðar gardínur og SKOGSKLÖVER rúllugardínur.
Nútímalegt útlit sem passar vel hvort sem það er í borðstofunni, stofunni, svefnherberginu eða eldhúsinu.
Hægt að festa bæði innan í og utan við gluggakarminn. Ef fest utan á gluggakarminn nær hún að hylja gluggann betur og þú færð meira næði þar sem minni birta nær að smeygja sér með fram hliðunum.
Gljúpir álrimlarnir gera gardínurnar léttar og sveigjanlegar og það er hægt að þurrka af þeim með rökum klút.
Rimlagardínur stuðla að betra loftslagi innandyra með því að minnka dragsúg frá glugganum og draga fyrir geisla sólarinnar til að það verði ekki of heitt.
Öruggar fyrir allan aldur þar sem það eru engar lausar snúrur. Togaðu gardínuna niður eða upp til að draga frá og fyrir á einfaldan hátt.
Breiðir (35 mm) rimlar þýðir að færri rimla þarf til að hylja gluggann. Þetta eykur pláss milli rimla þegar þeir eru opnir svo hægt sé að hleypa mikilli birtu inn á daginn og sjá vel út.
Þú getur stillt hvernig rimlarnir liggja með stönginni og stýrt þannig birtustiginu í rýminu.