saga ikea

Saga IKEA

Jafnvel þótt milljónir manna þekki nafnið þá líður okkur stundum eins og fólk viti lítið um hver við raunverulega erum.

Viljir þú vita meira er það því okkar ánægja að segja þér frá IKEA. Frá upphafinu á fimmta áratug síðustu aldar og allt til dagsins í dag.Lestu nánar hér

Sækja um starf

Í dag eru IKEA verslanir rúmlega 440 í yfir 50 löndum. Þar af starfa um 450 manns hjá IKEA á Íslandi, ýmist í hlutastarfi eða fullu starfi. Starfsemi fyrirtækisins býður upp á skapandi og skemmtileg störf í lifandi alþjóðlegu umhverfi þar sem miklir möguleikar eru á að þróa sig og vaxa í starfi. Deildir fyrirtækisins eru margar og störf því fjölbreytt.

Stuðlað er að lifandi og notalegu starfsumhverfi þar sem jákvæðni er höfð að leiðarljósi, gagnkvæmur sveigjanleiki er virtur og fagleg stjórnun er einkennandi.

Ef þú hefur náð 18 ára aldri, þykir starfsemi IKEA spennandi og ert jákvæður og metnaðarfullur einstaklingur, fylltu þá endilega út umsókn.

 Laus störf hjá IKEA
sækja um starf

um okkur

Um okkur

Við erum sannfærð um að hver einstaklingur hafi eitthvað dýrmætt fram að færa. Við erum fjölbreyttur og samheldinn hópur starfsmanna frá öllum heimshornum, sem starfar saman að því að gera fólki kleift að gera heimilislífið þægilegra, sjálfbærara og heilsusamlegra. Saman byggjum við upp fjölbreytt, innihaldsríkt, opið og heiðarlegt vinnuumhverfi. Við störf okkar höfum við að leiðarljósi framtíðarsýn IKEA um að gera daglegt líf þægilegra fyrir sem flesta. Fyrir viðskiptavini okkar, birgja okkar og vinnufélaga.Lestu nánar hér

Starfsfólk

Finnir þú ekki það sem þú leitar að er þér velkomið að hafa samband.Lestu nánar hér
starfsfólk

styrktarbeiðnir

Styrktarbeiðnir

IKEA er meira en hagnýt hönnun því fyrirtækið tekur samfélagslega ábyrgð sína alvarlega og axlar hana með margvíslegum stuðningi við málefni sem snerta börn og menningu í víðtækum skilningi. Vegna mikillar eftirspurnar eftir styrkjum, ekki síst frá skólum og íþróttafélögum sem við viljum ekki gera upp á milli, höfum við kosið að halda okkur að mestu við fyrrnefnda málaflokka.Lestu nánar hér

Sjálfbærni

Heimurinn breytist á ógnarhraða, en við lítum bjartsýnum augum til framtíðar. Við erum þess fullviss að með tímanum muni sífellt fleiri geta gert daglegt líf sitt þægilegra. Það krefst djarfra markmiða og skuldbindingar um að ráðast í tafarlausar aðgerðir til að svo megi verða. Það þýðir líka að við þurfum að sameinast í því að tækla stóru verkefnin sem við ráðum ekki við ein á báti.

Fólk um allan heim vill lausnir sem gera lífið heilsusamlegra og sjálfbærara. Við viljum veita innblástur og gera eins mörgum og mögulegt er kleift að lifa sjálfbærara lífi á einfaldan og hagkvæman hátt. Við leggjum okkar af mörkum með hringrásarhugsun, orkuhlutleysi og með því að hafa jákvæð áhrif hvar sem við erum í heiminum.Lestu nánar hér
sjálfbærni

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X