Hér er heimili þar sem þrír ættliðir deila ljúffengum mat, góðum ráðum og skemmtilegum reynslusögum. Heimilið gerir einnig ráð fyrir persónulegu rými og næði með góðu skipulagi, snjöllum lausnum og sameiginlegum svæðum.   

Eldhús án óreiðu

Þetta netta eldhús var hannað með hugarfarinu „minna er meira“. Gæði og náttúruleg efni urðu fyrir valinu þar sem einföld áhöld, aukahlutir og plöntur skapa fallegt og róandi andrúmsloft.

 

Skoðaðu fleiri eldhús

Hirslur í hávegum

Fjölskyldumeðlimir skiptast á að elda í eldhúsi með nóg af hirslum fyrir potta, pönnur, eldföst mót og matinn sem fjölskyldan nýtur að borða saman – og í sitthvoru lagi. Hirslur frá gólfi upp í loft taka lítið gólfpláss þar sem vegghillur og hjólavagn geyma mikilvægustu og vinsælustu hlutina innan handar.

Skoðaðu vegghirslur í eldhús

Borðstofa fyrir öll tilefni

Stundum er það bara fjölskyldan sem kemur saman við matarborðið en aðra daga mun fleiri! Borðstofan hentar fyrir alls kyns veislur og samkomur með stækkanlegu borði og fallegu loftljósi sem setur svip á rýmið.

 

Skoðaðu borðstofuborð

Til þjónustu reiðubúin

Hentugur skenkur með borðbúnaði og staflanlegir stólar bíða á hliðarlínunni þar til góða gesti ber að garði, jafnvel með stuttum fyrirvara. Þess á milli er allt á sínum stað og snyrtilega frágengið.

Skoðaðu skenki

Hógværa hetjan

Fallegt skilrúm þjónar tveimur stórum hlutverkum á heimilinu: hagkvæm leið til að aðskilja rými ef þörf krefur og glæsilegt stofustáss með gegnheilli viðarumgjörð.

 

Skoðaðu RISÖR skilrúmið

Sameinumst í stofunni

Rúmgóður og notalegur sófi með ótal púða kallar á notalegar samverustundir. Látlaust en sjarmerandi rýmið er afar hentugt fyrir kósíkvöld, hversdagslegt fjölskylduspjall og allt þar á milli. Hillan undir sófaborðinu með bókum og langur og rúmgóður sjónvarpsbekkur koma þar sterk inn

Skoðaðu innblástur fyrir stofur

Vantar meira geymslupláss? líttu út!

Hvernig væri að geyma hluti úti á verönd þegar veður leyfir? Veldu áberandi rauðbrúnan skáp sem kemur glæsilega út með lifandi plöntum.

 

Skoðaðu hirslur

Eitt unglingaherbergi á tvo vegu

Þegar unglingar deila herbergi er hægt að skipta rýminu upp til helminga til að skapa tvö smærri persónuleg rými sem má innrétta eftir ólíkum smekk, stíl og áhugamálum.

 

Skoðaðu fleiri unglingaherbergi

Fjölsótt baðherbergi þarfnast skipulags

Baðherbergið helst snyrtilegt þegar skápar, snagar og djúpar skúffur geyma allt sem þarf í röð og reglu.

Skoðaðu baðherbergishúsgögn
IKEA
IKEA
IKEA
IKEAalt

Steldu stílnum!

Við elskum fallega hluti sem standast tímans tönn – hér eru nokkur dæmi:
 
IKEA

Í sátt og samlyndi

Tvær í herbergi? Skapaðu rými sem fjölskyldan elskar að deila en býður einnig upp á næði. Við erum með nokkrar hugmyndir!

IKEA

Snjallari þrif

Snyrtilegt og hreint heimili er merki um góða umgengni – sem er auðveldara með smá skipulagi. Sjáðu hvernig þessi fjölskylda fer að.

IKEA

Líttu við á öðru heimili

Allt frá stóru líflegu fjölskylduheimili að lítilli stúdíóíbúð fyrir eitt: Heimilin eru eins fjölbreytt og þau eru mörg. Veldu heimili og kíktu í heimsókn, hugmyndir og góð ráð leynast víða!


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X