Þetta netta eldhús var hannað með hugarfarinu „minna er meira“. Gæði og náttúruleg efni urðu fyrir valinu þar sem einföld áhöld, aukahlutir og plöntur skapa fallegt og róandi andrúmsloft.
Stundum er það bara fjölskyldan sem kemur saman við matarborðið en aðra daga mun fleiri! Borðstofan hentar fyrir alls kyns veislur og samkomur með stækkanlegu borði og fallegu loftljósi sem setur svip á rýmið.
Fallegt skilrúm þjónar tveimur stórum hlutverkum á heimilinu: hagkvæm leið til að aðskilja rými ef þörf krefur og glæsilegt stofustáss með gegnheilli viðarumgjörð.
Hvernig væri að geyma hluti úti á verönd þegar veður leyfir? Veldu áberandi rauðbrúnan skáp sem kemur glæsilega út með lifandi plöntum.
Þegar unglingar deila herbergi er hægt að skipta rýminu upp til helminga til að skapa tvö smærri persónuleg rými sem má innrétta eftir ólíkum smekk, stíl og áhugamálum.
Skoðaðu fleiri unglingaherbergiVöru bætt við óskalistinn þinn
Vara fjarlægð frá óskalistinn þinn