Leikur er nauðsynlegur hamingju og þroska barna – því er mikilvægt að hvetja til leiks og ekki síður mikilvægt að tryggja öryggi á heimilinu, sérstaklega þar sem ærslafullir leikir eiga sér stað.
barn að leik

barn að leik

Allt getur orðið að leikfangi

Fullorðnir eiga það til að gleyma því að í huga barna getur hvað sem er verið leikfang og allir staðir leiksvæði. Það er engin leið að vita fyrir víst hvað það er sem barnið kemur til með að leika sér með og hvenær. Ef þú skoðar heimilið með augum barnsins þá hjálpar það þér að koma auga á möguleg hættusvæði. Þú getur þá gert ráðstafanir til að draga úr líkum á slysi. Einhver alvarlegustu slysin gerast þegar húsgögn eru ekki fest við vegg og falla fram fyrir sig, þegar aðskotahlutur festist í öndunarvegi barnsins og barn fellur niður úr glugga eða niður stiga. Sem betur fer getur heimilið verið staður þar sem barnið fær að njóta sín við leik án þess að vera í hættu.
Vissir þú?

Þungamiðja barnsins er önnur en á fullorðnum – eða nær höfðinu. Því er jafnvægið ekki eins gott og þau eiga það frekar til að detta.

Label
barn að leik

Leikur að öryggi

Ímyndaðu þér að þú sért aftur barn, forvitið og ævintýragjarnt. Gakktu nú um heimilið með því hugarfari til að fá betri tilfinningu fyrir því hvar óhöppin gætu gerst.
barna öryggi

Nokkur ráð til að koma í veg fyrir að húsgögn falli

• Hirslur og sjónvörp geta valdið alvarlegum meiðslum ef þau falla fram fyrir sig – festu þau ávallt við vegg.

• Geymdu þyngstu hlutina neðst til að færa hirslunni betri stöðugleika.

• Börn geta freistast til að klifra upp á húsgögn til að ná í leikfang eða aðra hluti – geymdu freistandi hluti í lægri hillum til að koma í veg fyrir hættu.

• Lítil börn eru með hlutfallslega þung höfuð og geta því auðveldlega misst jafnvægið. Komdu í veg fyrir að barnið komist upp í glugga og settu á þá gluggafestingar.

• Börn geta dottið þegar þau hlaupa – stamt undirlag og hornhlífar geta komið í veg fyrir slys.

• Stigar geta verið spennandi leikstaður – ef stigagangurinn er illa upplýstur eða í óreiðu og án öryggishliða bæði að ofan og neðan eru meiri líkur á slysi.
barna öryggi

Nokkur ráð til að koma í veg fyrir köfnun og önnur slys

• Börn kanna heiminn með munninum – gættu þess að barnið komist ekki í smáhluti til að koma í veg fyrir köfnun.

• Lítil börn elska að leika sér með leikföng systkina sinna en þau gætu innihaldið smáhluti. Gott er að venja sig á að skoða leikföng með það í huga.

• Flatar rafhlöður geta valdið efnabruna ef þeim er kyngt. Geymdu þær þar sem börn ná ekki til. • Sumar plöntur eru eitraðar og stundum eru litlir steinar eða aðrir hlutir sem gætu valdið köfnun í blómapottum – haltu þeim utan seilingar.

• Snúrur á gardínum geta vafist um háls barns og valdið kyrkingu – festu þær við vegginn eða veldu snúrulausar gardínur.

• Leikur nálægt rafmagnssnúrum getur orðið til þess að þær vefjist um háls barns og valdi kyrkingu eða að barnið togi heimilistæki yfir sig – haltu þeim utan seilingar.

Vörur fyrir öruggari og skemmtilegri leiktíma

Breitt úrval af IKEA vörum sem getur hjálpað þér að gera heimilið öruggara fyrir leik barnsins
ljón
sjónvarps veggfesting
kubbar
hurðarlæsing

Vissir þú?

Allar IKEA rúllugardínur eru með innbyggðum snúrum og því öruggari.

barn að benda

Einfaldar leiðir til að bæta öryggi barna og ungbarna á heimilinu.


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X