Öruggur og þægilegur svefn er nauðsynlegur fyrir heilsu og þroska barnsins. Barn ætti að sofa eitt, á bakinu og í ungbarnarúmi þar til það er nógu stórt til að klifra upp úr því. Ungbarnarúm veitir afmarkað verndað umhverfi. Hér eru nokkur mikilvæg öryggisatriði sem hjálpa barninu – og þér – að sofa rótt.

Öruggt barnarúm er grunnatriði fyrir friðsælan svefn

Á fyrsta ári sofa flest börn í hér um bil 12-15 klukkustundir á sólarhring. Öruggt og áreiðanlegt ungbarnarúm er því nauðsynlegt fyrir þína hugarró þar sem barnið eyðir miklum tíma þar. Öruggasta svefnumhverfið er þegar það er einungis stíf dýna og teygjulak í rúminu. Til að halda hita á barninu – án þess að það ofhitni – ætti barnið að klæðast léttum svefnfatnaði sem hentar hitastigi herbergisins.
Vissir þú?

Í ungbarnarúminu ætti eingöngu að vera stíf dýna og teygjulak.

Label

Öryggi barnsins í og við ungbarnarúmið

IKEA ungbarnarúm eru hönnuð, smíðuð og prófuð til að vera örugg fyrir börn. Þó er mikilvægt að gæta þess hvernig búið er um rúmið og huga að öðrum húsbúnaði í rýminu.

Nokkur ráð til að búa um ungbarnarúm á öruggan hátt

• Notaðu stífa barnadýnu til að koma í veg fyrir fyrirstöðu við öndunarveg.

• Ungbarnarúmið og dýnan ættu að vera í sömu stærð til að koma í veg fyrir að barnið festist eða kafni á milli þeirra.

• Teygjulak ætti að vera í sömu stærð og dýnan – lakið má ekki vera laust á.

• Notaðu dýnuhlíf úr efni sem hleypir lofti í gegn til að koma í veg fyrir köfnun. Efni sem anda ekki eru eingöngu ætluð börnum sem eru eldri en 3 ára.

• Lækka þarf botninn í ungbarnarúminu í lægstu stöðu um leið og barnið er fært um að sitja eitt og óstutt. • Fjarlægðu hliðina eða skiptu yfir í barnarúm þegar barnið er orðið nógu stórt til að klifra upp úr ungbarnarúminu til að koma í veg fyrir að það detti úr því.

Nokkur ráð til að stuðla að öryggi í kringum ungbarnarúm

• Hafðu rúmið fjarri gardínum, lampasnúrum og gardínusnúrum – börnum stafar alvarleg hætta af þeim þar sem þau geta valdið köfnun og kyrkingu.

• Haltu rúmtjaldi, óróa og síðum vefnaðarvörum í fjarlægð frá ungbarnarúminu.

• Staðsettu ungbarnarúmið fjarri ofnum, heitum lögnum og beinu sólarljósi – húð barns er þunn og brennur auðveldlega.

• Hafðu önnur húsgögn í öruggri fjarlægð frá ungbarnarúminu þannig að barnið geti ekki notað þau til að klifra upp úr rúminu – húsgögnin gætu skapað hættu á falli, kyrkingu eða á að barnið festi sig.

• Festu aldrei snaga, höldur eða annað slíkt á ungbarnarúmið – barnið gæti fests þegar það hreyfir sig í rúminu.

Vörur sem hjálpa barninu að sofa rótt

Í IKEA úrvalinu eru ótal vörur sem veita barninu þægilegan og friðsælan svefn

Vissir þú?

Örugg dýna passar fullkomlega í ungbarnarúmið – engin bil þar sem barnið gæti fest sig.

Label

Fleiri öryggisatriði til að hafa í huga


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X