Stígðu inn í eins herbergis íbúð sem er hönnuð fyrir samheldna feðga. Þó hún sé lítil þá nýtist hún ótrúlega vel – fullkomin fyrir litla og uppátækjasama fjölskyldu.

Hirslur fyrir alla, stóra og smáa

Lágar opnar hirslur með þægilegu aðgengi fyrir börn og hærri veggskápar fyrir fullorðna nýta veggplássið vel. Nóg af hirslum fyrir leiki, föndur og allt sem þeir elska að dunda sér við.

Skoðaðu skápa

Rýmdu fyrir áhugamálum

Vegghirslur og hillueiningar umbreyta lítilli vinnuaðstöðu og gera þér kleift að nýta hana einnig fyrir skapandi áhugamál. Settu punktinn yfir i-ið með hentugum aukahlutum, þægilegu sæti og fullt af græjum!

Skoðaðu hirslutöflur og snaga

Sveigjanleg borðstofa fyrir samveru

Borðstofan er vel nýtt á þessu heimili. Hún er miðstöð fjölskyldunnar og vina þar sem þau spila, spjalla og borða saman. Hún kemur sér einnig vel til að brjóta saman föt, leggja frá sér innkaupapoka og undirbúa kvöldmatinn.

Skoðaðu borðstofuborð

Notalegt athvarf fyrir heimavinnu og svefn

Í íbúðinni er aðeins eitt svefnherbergi og því áskorun að finna pláss fyrir næði – en þó alls ekki ómögulegt. Það kemur í ljós að svefnstaður barns kemst fyrir á ótrúlegustu stöðum, til dæmis í fataskáp! Við val á húsgögnum er gott að huga að góðu notagildi – eins og í háu rúmi.

Skoðaðu há rúm

Bjart og fallegt svefnherbergi með því sem þarf

Hér er ekkert verið að flækja hlutina. Nútímalegur opinn fataskápur veitir þægilegt aðgengi að því sem er mikið notað. Ljós viður og mildir litir ásamt áberandi mynstrum og handsaumuðum púðum veita athvarf fyrir góðan svefn, allar nætur.

Skoðaðu fleiri svefnherbergi

Röð og regla á baðherberginu essentials

Þegar fermetrarnir eru af skornum skammti getur fjölhæf baðherbergishirsla komið til bjargar með hirslum í bland við pláss fyrir þvottavél og óhreinan þvott. Það getur verið klárt, þó það sé smátt!

Skoðaðu baðherbergi

Forstofuhetjan: Skápurinn

Í íbúðinni virðast flest rýmin vera með aukavinnu, eins og þessi forstofa. Hér er tilvalið að hafa skáp fyrir föt og skó sem passa hvergi annars staðar. Fullnýttu hvern krók og kima með hillum og skúffum og settu nokkra snaga í mismunandi hæð þannig að allir, stórir og smáir, hafi þægilegt aðgengi.

Skoðaðu skápa

Hagstæður stíll

Hér eru nokkrar lykilvörur fyrir hentugt og fallegt heimili

Heimilisinnblástur

IKEA

Líttu við á öðru heimili

Allt frá stóru líflegu fjölskylduheimili að lítilli stúdíóíbúð fyrir eitt: Heimilin eru eins fjölbreytt og þau eru mörg. Veldu heimili og kíktu í heimsókn, hugmyndir og góð ráð leynast víða!

IKEA

IKEA hönnuður situr fyrir svörum: Hagstæður stíll

Hvernig er hægt að gera heimili bæði hentugt og fallegt á hagstæðan hátt? Það er ein af stóru spurningunum – og við erum með svörin!

IKEA

Léttara fyrir litla fólkið

Þegar þú skipuleggur heimilið með börnin í huga græða allir! Settu upp hirslur með þægilegu aðgengi og húsbúnað sem styður við áhugamál, nám og einkalíf og fylgstu með góðum venjum taka sér bólfestu.


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X