Á fyrstu vikum og mánuðum barnsins verjum við miklum tíma í að baða barnið og skipta um bleyjur eða föt. Þessar stundir eru mikilvægar þegar kemur að tengslamyndun barna og foreldra. Mikilvægt er að gæta fyllsta öryggis á þessum stundum og eins þegar barnið þroskast og fer að hreyfa sig meira.

Slysin gerast síður þegar vel er fylgst með barninu

Þegar þú baðar og skiptir á barninu eru mestar líkur á að slysin gerist ef þú ert annars hugar, til dæmis ef þú ert að gera marga hluti í einu. Í okkar daglega lífi er margt sem þarf að huga að, en með stöðugu eftirliti með barninu ættir þú að geta komið í veg fyrir helstu hætturnar; að barnið detti, brenni sig eða drukkni og seinna þegar það fer að kanna umhverfið þarf að huga að eitruðum efnum á heimilinu. Njóttu þess að eiga stundir með barninu á afslappandi og öruggan hátt og mynda dýpri tengsl.

Vissir þú?

Lítil börn geta drukknað afar skyndilega í vatni sem er aðeins örfáir sentimetrar að dýpt.


Áhyggjulaus bleyjuskipti og baðferðir

Umönnun barna getur gengið snurðulaust fyrir sig en þó þarf að hafa eftirfarandi atriði í huga:

Nokkur ráð fyrir öruggari bleyjuskipti

• Hafðu allt til taks svo þú þurfir ekki að sleppa höndum af barninu á meðan þú skiptir á því. Þú getur líka skipt á því á gólfinu.

• Börn gætu spriklað og dottið af skiptiborði, þau mega aldrei vera eftirlitslaus.

• Höfuð barna er þyngra en líkaminn sem eykur líkur á að þau detti.

• Öryggisgrindin sem er á skiptiborðum hjálpar en kemur ekki í veg fyrir að barnið detti.

Nokkur ráð fyrir öruggari baðferðir

• Hafðu börn aldrei eftirlitslaus í baði – þau geta átt erfitt með að standa upp aftur ef þau renna og detta og geta drukknað í vatni sem er aðeins örfáir sentimetrar að dýpt.

• Stöm motta í baðinu minnkar hættu á að barnið renni til.

• Hitastig baðvatnsins ætti að vera það sama og líkamshiti barnsins eða lægra. Börn eru með þunna, viðkvæma húð sem brennur auðveldlega.

• Lyf, snyrtivörur, hreinsiefni og önnur skaðleg efni á baðherbergjum eiga að vera þar sem börn ná ekki til – sérstaklega þegar börnin eru byrjuð að hreyfa sig og kanna heimilið.

Vörur fyrir baðferðir og bleyjuskipti

Þessar IKEA vörur geta gert þessar ljúfu stundir öruggari og ánægjulegri.

Vissir þú?

Bragðskyn barns er ekki fullþroskað og þess vegna getur hreinsiefni sem lítur út eins og sælgæti eða drykkur verið sérlega hættulegt.


Fleiri leiðir til að bæta öryggi barna og ungbarna á heimilinu.


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X