Þungar pönnur, heit heimilistæki, beitt áhöld … í eldhúsinu eru ýmsar hættur fyrir forvitin börn. Sem betur fer er hægt að gera einfaldar ráðstafanir til að minnka líkurnar á slysum – hvort sem börnin eru að hjálpa til við matreiðsluna, leika sér í grennd eða bara að forvitnast.
barn í eldhúsi

barn í eldhúsi

Öruggara eldhús

Eldhúsið getur verið spennandi staður fyrir börn – góður matarilmur, spennandi hljóð og margt að sjá. Það getur verið erfitt að veita börnunum fulla athygli þegar við höfum í nógu að snúast. Þess vegna er mikilvægt að huga að almennu öryggi í eldhúsinu með því að hafa hættulega hluti þar sem börn ná ekki til eða á læstum stað. Þegar börnin verða aðeins eldri vilja þau gjarnan taka þátt í eldamennsku eða bakstri. Með rétta búnaðinum og varúðarráðstöfunum getur þú leyft barninu að hjálpa þér á öruggan hátt – og þá lærir það helstu húsverkin á sama tíma.
Vissir þú?

Börn eru með mun þynnri húð en fullorðnir. Barni getur því fundist volgur kaffibolli brennheitur.

barn í eldhúsi

Öryggisþættir sem stuðla að barnvænna eldhúsi

Reykskynjari, slökkvitæki og eldvarnarteppi eru nauðsynleg öryggistæki í sérhverju eldhúsi því eldur á heimilum á oftast upptök sín í eldhúsinu. Þegar börn eru á heimilinu er helsta ráðið til að tryggja öryggi í eldhúsinu að hafa alla hluti, sem geta mögulega valdið slysi, á öruggum stað.
barn í eldhúsi

Nokkur ráð fyrir öruggara eldhús

· Festu frístandandi eldavél tryggilega við vegg til þess að koma í veg fyrir að barnið velti henni um koll með því að hanga eða klifra á hurðinni.

 · Vertu með barnalæsingu á ofninum – og notaðu hana.

 · Settu krækjur eða lása á eldhússkúffur og -skápa svo barnið komist ekki í hættulega hluti.

 · Hreinsiefni, uppþvottavélatöflur, hættuleg efni, lyf og smárafhlöður og slíkt þarf að vera geymt þar sem börn ná ekki til, helst í læstum skáp, vegna hættu á eitrun eða köfnun.

 · Beitt áhöld eins og hnífar og skæri eiga að vera geymd þar sem börn ná ekki til.

 · Geymdu plastpoka og umbúðafilmur þar sem börn ná ekki til því þeim fylgir köfnunarhætta.
barn í eldhúsi

Nokkur ráð til að draga úr slysahættu í matartímanum

· Til að koma í veg fyrir að börn komist í heit eldunarílát skaltu nota aftari hellurnar og snúa handföngunum aftur.

· Notaðu háan barnastól með breiðum og stöðugum grunni, með beisli.

· Öruggast er að nota barnastól með áföstu borði því þá nær barnið ekki með fótunum í matarborðið til að spyrna sér aftur á bak.

· Leggðu á borð þannig að barnið geti ekki gripið í hornið á dúk eða heit matvæli.

· Hornhlífar á borðum og skápum geta komið í veg fyrir að barnið slasist þegar það rekst í brúnirnar.

Vörur fyrir öruggari eldamennsku og matmálstíma

Í IKEA finnur þú úrval af vörum sem gera ýmis heimilisverk og aðrar stundir í eldhúsinu öruggari og þar af leiðandi afslappaðri.
barnastóll
öryggishlíf
hnífur
glös

Vissir þú?

Eldur á heimilum á oftast upptök sín í eldhúsinu – reykskynjari, slökkvitæki og eldvarnarteppi eru nauðsynleg öryggistæki.

barn í eldhúsi

Meiri fróðleikur um öryggi á heimilum


Vörur sem þú skoðaðir síðast

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X