Karafla úr gleri sem leyfir innihaldinu að njóta sín og auðveldar þér að sjá hvenær þú þarft að fylla á.
Karaflan er munnblásin af handverksfólki, úr þunnu gleri og er tilvalin til að umhella víni. Hún er fáguð og hentar fyrir litla skammta.
Karaflan fær aðalhlutverkið á borðinu, hvort sem það er fyrir vín eða vatn.
Hluti af STOCKHOLM línunni sem hampar skandinavískri hönnun.