Náttúruleg efnin í dýnunni skapa heilbrigt svefnumhverfi og halda á þér jöfnum líkamshita ásamt því að hjálpa þér að sofa betur, bæði þegar kalt eða heitt er í veðri.
Fimm þægindasvæði þar sem þú þarft á þeim að halda til að styðja við mjaðmir og axlir – og skapa náttúrulega stöðu fyrir hrygginn.
Það er gott að sökkva sér í þykkt lag af náttúrulegu latexi.
Pokagormarnir hreyfast óháð hvor öðrum og fylgja hreyfingum líkamans. Þannig styðja þeir við hrygginn og liðamótin.
Pokagormar ná yfir alla dýnuna og fylgja hreyfingum líkamans á meðan þú sefur án þess að hafa áhrif á hina dýnuna.
Mjúkt og teygjanlegt vattefnið hámarkar þægindin því það fylgir hreyfingum þínum.
Þú getur setið eða sofið nálægt brúninni án þess að detta fram úr því brúnirnar eru styrktar.
Þessari fullbúnu dýnu fylgir 10 ára ábyrgð. Ábyrgðarskilmála er að finna á vefnum okkar, IKEA.is
Dýnan kemur í flatri pakkningu, gott er að hafa stærðina í huga áður en þú flytur hana heim.
Bættu við kodda sem hentar þinni svefnstöðu ásamt yfirdýnu til að hlífa dýnunni.