Hvort sem þú vilt vinna í gæluverkefni eða að njóta þess að vera í friði þá þurfum við öll að fá að vera ein með okkur sjálfum af og til. Á stóru heimili er afar mikilvægt að hafa rými fyrir bæði samveru og einveru. Með því að aðskilja rými og nýta hirslur og húsgögn á sniðugan hátt er hægt að finna fullkomið jafnvægi. 
VIHALS

Næði í sameiginlegu svefnherbergi

Svefnherbergjum er skipt til helminga á ólíkan hátt. Í einu herbergi eru skilrúm og gardínur en í öðru er fatahirsla sem skilur að svæðin. Koja gefur kost á næturgesti án þess að það sé á kostnað gólfplássins.

Skoðaðu gardínur
ELVARLI
TOLKNING
ELVARLI

Hirslur sem afmarka rými

Í opnum rýmum er hægt að aðskilja svæði með stórum hirslum og búa til tvö rými úr einu á einfaldan og hagnýtan hátt.

 

Skoðaðu ELVARLI línuna

Sérhirslur og skipulag á vinsælustu svæðunum

Læsanlegir skápar á hjólum auðvelda þér að halda hlutunum skipulögðum, aðgengilegum og aðskildum – einnig í sameiginlegum rýmum. Hér er grunnum hillum á baðherberginu skipt niður þannig að allir fái sitt geymslupláss án þess að rugla saman snyrtivörum.

Skoðaðu hirslur
VIHALS
ELVARLI

Einkaskápur. Óviðkomandi aðgangur bannaður!

Hver íbúi á sér sinn veggskáp rétt við eldhúsið þar sem persónulegir eldhúsmunir fá að vera í friði frá öðrum – eins og sparglösin eða nammibirgðir.

 

Skoðaðu IVAR samsetningar
IVAR

Einfalt skipulag og rúllandi aukapláss

Húsgögn á hjólum gera ótrúlega mikið fyrir rýmið, hvort sem það er hjólavagn sem geymir allt sem þarf fyrir áhugamálið eða sófaborð sem lagar sig að tilefninu á augabragði.

Skoðaðu hjólavagna
RÅSKOG
TINGBY

Skapaðu pláss

Skoðaðu hirslur, skilrúm, rúm og aðrar vörur sem hjálpa þér að nýta rýmið betur.
IKEA

Svefnherbergi sem býður upp á næði

Við þurfum öll á næði að halda. Hér er heimili sem setur frið og einkalíf í forgang með svefnherbergjum sem eru hönnuð til að endurnæra líkama og sál.

IKEA

Í sátt og samlyndi

Tvær í herbergi? Skapaðu rými sem fjölskyldan elskar að deila en býður einnig upp á næði. Við erum með nokkrar hugmyndir!

IKEA

Líttu við á öðru heimili

Allt frá stóru líflegu fjölskylduheimili að lítilli stúdíóíbúð fyrir eitt: Heimilin eru eins fjölbreytt og þau eru mörg. Veldu heimili og kíktu í heimsókn, hugmyndir og góð ráð leynast víða!


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X