Hér búa þrjár kynslóðir saman í tveggja herbergja íbúð. Það hljómar ef til vill eins og þau búi ansi þröngt en fjölskyldan skipulagði hvert rými með þægindi efst í huga og þannig tókst henni að skapa notalegt heimili þar sem öll fá að dafna.

Lítil stofa fyrir mikla slökun

Þær sækjast í ró og næði og nú þegar lítil en fyrirferðarmikil manneskja hefur bæst í hópinn hefur þörfin fyrir friðsælt sameiginlegt rými aukist. Þó algjör þögn heyri sögunni til þá er stofan enn notalegur staður með freistandi sófa sem gerir þeim kleift að slaka á eftir daginn.

Skoðaðu sófa

Fáðu þér sæti í borðstofu sem getur allt

Hjarta heimilisins er misjafnt eftir fjölskyldum en á þessu heimili er það borðstofan. Samansafn af ólíkum stólum, allt frá barnastól að borðstofustólum og jafnvel skrifborðsstól, býður upp á pláss fyrir alla sama hvert tilefnið er. Glerskápar og innrammaðar plöntumyndir færa rýminu karakter og hentug húsgögn eins og hjólavagnar þjóna nokkrum ólíkum hlutverkum.

Skoðaðu stóla

Hvað er í matinn?

Lífið heldur þeim uppteknum en þær gefa sér alltaf tíma til að elda mat. Stundum liggja þær yfir matreiðslubókum en aðra daga er skellt í fljótlegt og hollt salat. Snagar og krókar nýta veggplássið fyrir potta, pönnur og áhöld sem eru alltaf til taks.

Skoðaðu snaga og vegghirslur

Af stað í draumalandið

Þær reyna að halda sig við góða svefnrútínu. Hlýleg birta, falleg rúmföt og notalegur lestur með mjúkdýrum slá rétta tóninn fyrir góðan nætursvefn.

 

Skoðaðu vefnaðarvörur fyrir börn

Svefn- og barnaherbergi

Áður en barnið kom inn í myndina var svefnherbergið afdrep þar sem hægt var að sinna sínu í einrúmi. Þó móðirin deili nú rýminu með krúttlegum herbergisfélaga þá er kjarninn enn sá sami. Rúm með náttúrulegum vefnaðarvörum býður upp á mjúka lendingu og vel skipulagt skrifborð veitir henni aðstöðu til að komast yfir pappírsvinnuna.

Skoðaðu rúmteppi

Eitt baðherbergi fyrir allan aldur

Í sameiginlegu baðherbergi þarf að hafa gott skipulag þar sem allir fá sitt pláss og tíma og auðvelt er að finna það sem þarf í persónulegum hirslum. Þær eru stoltar af því að hafa skapað röð og reglu í litlu rými og aðspurðar segjast þær ekki vilja breyta neinu.

Skoðaðu fleiri baðherbergi
IKEA

Hirslur fyrir stækkandi fjölskyldu

Taktu skref inn á heimili þar sem hirslur leika aðalhlutverk og gera heimilið öruggara, skipulagðara og aðgengilegra fyrir alla, stóra sem smáa.

IKEA

Friðsæll svefn, nótt sem dag

Í tveggja herbergja íbúð er svefnherbergiskrókur sem býður upp á mun meira en bara svefnpláss. Skoðaðu snjallar lausnir til að skapa notalegt afdrep á öllum tíma dags.

IKEA

IKEA hönnuður situr fyrir svörum: Náttúrulega öðruvísi heimili

Viltu færa náttúruna inn á heimilið? Hér eru nokkur ráð frá innanhússhönnuði til að ná fram náttúrulegu útliti og andrúmslofti á heimilinu.


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X