Grá litapalletta gerir herbergið aðeins fullorðinslegra og flott rúm til að hanga í verður að griðastað þar sem táningnum líður vel. Þótt herbergið sé lítið er það með nóg af hirslum, snögum, hillum og skúffum.

Hver einasti fermetri skipulagður

Sniðugar hillur á veggnum halda herberginu snyrtilegu og gera það persónulegra. Hirslan undir rúminu sér um að geyma stærri hluti. Allt þetta gerir herbergið að þægilegum stað og það er líka auðveldara að finna hlutina.

Leggðu áhugamálið á hilluna

Með því að breyta uppáhaldshlutunum í hillu gerir þú rýmið að þínu og gefur hlutunum nýtt líf. Einfaldir hilluberar passa vel inn hvar sem er og stela ekki athygli frá hilllunni sjálfri.

Húsgögn og vefnaðarvara sem skapa stílinn

Jafnvægi milli frítíma og skylduverka

Stílhreint skrifborð, þægilegur stóll og gott pláss fyrir fartölvuna, hringljós og snarl – þetta horn er þægilegt hvort sem það er til að vafra á internetinu eða sinna áhugamálunum. Hirslutaflan setur svip á vegginn og verður enn flottari þegar aukahlutum er bætt við eftir þörfum.

Vertu með góða aðstöðu

Hirsla full af lífi

Róandi litur veggjanna myndar gott mótvægi við TROFAST hillurnar og kassana sem geyma eigur táningsins. Á milli hirslnanna er rými sem hentar vel til að stilla upp því sem hann hefur dálæti á.

Vörur sem einfalda skipulagið


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X