1.  Byrjaðu á því að mæla eldhúsið

Taktu fyrsta skrefið í átt að draumaeldhúsinu. Lærðu hvernig er best að mæla rýmið svo þú getir hafist handa við að skipuleggja eldhúsið.

Það er ekki erfitt að mæla eldhúsið en það er mjög mikilvægt að málin séu rétt því þau eru grunnurinn að allri hönnuninni. Horfðu á myndbandið og sjáðu að hverju þarf að huga.

Mældu

1. Gefðu þér nægan tíma til að mæla af nákvæmni.


 2. Skráðu hjá þér staðsetningu á innstungum, slökkvurum og öðru sem stendur út á borð við ofna, lagnir og loftræstigöt. 


3. Notaðu fjögurra skrefa leiðarvísinn til að fá ýtarlegar leiðbeiningar til að mæla eldhúsið.

Hlaða niður leiðarvísi

Mælingar

Smáatriðin skipta máli. Við getum mælt með aðila til að koma heim eða á skrifstofuna og mæla rýmið svo uppsetningin gangi fljótt og örugglega.

Lestu nánar hér

2. Skipuleggðu draumaeldhúsið

Kynntu þér hvernig þú nýtir rýmið til hins ýtrasta og láttu eldhúsdrauminn rætast.

Horfðu á myndbandið til að kynna þér hvernig þú nýtir rýmið í eldhúsinu til fulls. Sjáðu kosti og galla við algengt skipulag á eldhúsi og mistök sem ber að forðast.

Skipuleggðu

1. Færðu málin þín í teikniforritið og byrjaðu að hanna eldhúsið.

Opna teikniforrit


2. Mundu að vista teikninguna og setja upp aðgang með notandanafni og lykilorði. Þannig verður ferlið enn auðveldara. 

3. Notaðu fjögurra skrefa leiðarvísinn til að fá ýtarlegar leiðbeiningar til að skipuleggja eldhúsið.


Hlaða niður leiðarvísi

4. Þú getur gert allt sjálf/ur, en þú þarft þess ekki. Komdu við í verslunina þar sem sölufulltrúar okkar í eldhúsdeildinni eru alltaf tilbúnir til að svara spurningum, gefa góð ráð og aðstoða þig við innkaupin.

Kaupleiðbeiningar

Kaupleiðbeiningar innihalda nákvæmari upplýsingar um allar vörurnar.

Lestu nánar hér

Teikniþjónusta

Þú getur nýtt þér teikniþjónustuna okkar þér að kostnaðarlausu.

Lestu nánar hér

Teikniforrit

Með teikniforritunum okkar getur þú séð um hönnunina.

Lestu nánar hér

3.  Pantaðu eldhúsið í versluninni eða á vefsíðunni

Nú þegar búið er að ganga frá mælingum og skipulagi er ferlið langt komið! Kynntu þér hvernig er best að panta vörurnar í verslun og á vefnum.

Næstum tilbúið! Draumaeldhúsið verður brátt að veruleika. Horfðu á myndbandið til að kynna þér leiðir við að panta.

Pantaðu

Pantaðu á vefnum
1. Þegar teikningin er tilbúin mælum við með að þú hafir samband við okkur. Sölufulltrúi fer yfir teikninguna og aðstoðar við öll vafaatriði. Nánari upplýsingar um heimsendingu hér.

 

Pantaðu í versluninni  (Vinsamlega hafðu notandanafn og lykilorð)
1. Ef þú pantar í versluninni þarft þú að hafa með þér útprentaða eldhústeikningu eða notandanafn og lykilorð til að nálgast teikninguna í teikniforritinu.

2. Áður en þú finnur vörurnar hjálpa sölufulltrúar okkar þér að fara yfir teikninguna og aðstoða við öll vafaatriði. 

3. Farðu yfir gátlistann okkar. Gættu þess að þú sért með allt sem þú þarft áður en þú kaupir draumaeldhúsið.

4. Þegar þú hefur pantað og búið er að taka vörurnar saman getur þú sótt vörurnar eða fengið þær sendar heim.

Sendingarþjónusta

Komast vörurnar ekki í bílinn? Við getum sent þér þær.

Lestu nánar hér

4. Settu upp nýja eldhúsið

IKEA eldhús eru hönnuð þannig að einfalt sé að setja þau upp. Lærðu að setja upp eldhúsið og kynntu þér hvernig við getum komið til aðstoðar.

Lokaskrefið! Brátt getur þú byrjað að elda í nýja eldhúsinu þínu. Horfðu á myndbandið til að fá nákvæmar leiðbeiningar.

Settu upp

1. Fylgdu samsetningarleiðbeiningum sem fylgja vörunum áður en þú setur þær upp. 

2. Flokkaðu vörurnar samkvæmt innkaupalistanum til að tryggja að þú sért með allt sem þú þarft.

3. Fáðu alltaf fagaðila til að sjá um atriði tengd rafmagni, pípulagningum eða loftræstingu og annað sem þú treystir þér ekki til að sjá um.

4. Sæktu leiðbeiningar fyrir eldhúsuppsetningu sem sýna þér hvernig á að bera sig að, skref fyrir skref.


Hlaða niður leiðarvísi

Uppsetning

Þú getur sparað tíma með því að fá fagfólk til að sjá um uppsetninguna.

Lestu nánar hér

Hvernig getum við aðstoðað?

Okkur finnst að allir eigi að geta átt fallegt eldhús. Hjá okkur færð þú þvi ekki einungis breitt úrval af eldhúsum heldur einnig fjölbreytta þjónustu. Hvort sem þú vilt aðeins örlitla aðstoð eða mikla þá getur þú valið úr ýmsum þjónustuleiðum.
 

Sjá allar þjónustuleiðir

Aftur efst
+
X